Friday, February 3, 2012

Vefverslun Ær og Kýr


Við erum komin með smá vefverslun hjá Ær og Kýr  eða "Sheeps and Cows"

endilega kíkið á Sheeps and Cows



Svo fyrir áhugasama þá verð ég með námskeið í "Hekluðum skartgripum" hjá námsflokkum Hafnarfjarðar 28 febrúar og 6 mars, þið getið skráð ykkur með því að hafa samband við Námsflokkana.

Æðislegur trefill, er ekki með uppskrift af honum, en ætti ekki að vera mikið mál að gera, hvort sem notast er við að prjóna 3 jafnstórar einingar eða hreinlega kaupa bara ullarefni og sníða í 3 einingar og flétta :) ef ég gef mér tíma í að prófa þá leyfi ég ykkur að njóta.


xoxo


Bakerella



Snillingurinn hún Dagný benti mér á þessa síðu og er frekar dottin mikið í hana, ekki það að maður hafi nú einhvern tíma til að baka þessa dagana.

Litlir sætir hvolpar fæddust á heimilinu um miðjan janúar og frekar mikið fjör í firðinum :)
Læt fylgja með eina mynd af litlu krúttunum:)



xoxo

Saturday, January 14, 2012

Laugardagur..

Enn einn yndislegur laugardagur runninn upp, sofa út smá, kósýheit með kaffibollann og svo út í daginn, 
fann þetta vafrandi um í morgun.... á eftir að setja inn linkana á nokkrum stöðum ( will do )

Knit and destroy, æðisleg prjónandi kella sem er með snilldar útfærslur...


Hér er smá hugmynd fyrir ykkur 
til að endurnýta hlýra og eða stuttermabolina ykkar !!



Ein önnur afmælishugmynd

binda blöðrurunar á crepe pappír sem er búið að sníða í arkir og hengja upp !!



Alger nauðsyn í öllu okkar snúrur fargani, nýta brauðpoka klippurnar sem loka pokunum !!


xo Magga

Sunday, January 8, 2012

afmælishugmyndir....

Krúttað hjá henni Merrilee, hún er alltaf með eitthvað nýtt á hverjum degi og þá sérstaklega eitthvað sem hún gerir með gaurunum sínum :)

En hér er mynd úr einu afmæli strákanna
 Og svona merkti hún skeiðarnar með nöfnunum á  krökkunum sem komu í veisluna, æðislega sætt.

Og smá föndur hattar....


xo
Magga

Kragarnir

Þetta er búinn að vera alger kraga desember, ótrúlega mikið af krögum orðnir til í allskyns litum og útfærslum.


Littla módelið mitt sem ég fékk spes að láni :))



Fór í afmæli til Margrétar minnar Belgíu búa, alltaf jafn gaman að hittast svona öðru hvoru, smellti líka nokkrum myndum af okkur nöfnunum :)